Teitur og Oddur með níu í lokaumferðinni

Teitur Örn Einarsson
Teitur Örn Einarsson Eggert Jóhannesson

Lokaumferð þýsku deildarinnar í handbolta var að ljúka. Teitur Örn Einarsson kvaddi Flensburg með níu mörkum gegn Bergischer en lærisveinar Arnórs Þórs Gunnarssonar eru fallnir.

Teitur gengur til liðs við Gummersbach sem vann Göppingen 33:32. Guðjón Valur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í Evrópukeppni en það er frábær árangur þar sem Guðjón Valur tók við liðinu í næstefstu deild fyrir þremur árum síðan. Arnór Snær Óskarsson skoraði tvö marka Gummersbach en Elliði Snær Viðarsson komst ekki á blað.

Janus Daði Smárason
Janus Daði Smárason AFP/Ina Fassbender

Oddur Grétarsson skoraði einnig níu mörk í sínum síðasta leik fyrir Balingen í 37:30 sigri á Hamburg en Akureyringurinn snýr heim og leikur fyrir Þór á næsta tímabili. Daníel Þór Ingason komst ekki á blað en Balingen heldur sæti sínu í deildinni.

Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir Leipzig og Andri Már Rúnarsson eitt þegar Leipzig sigraði Rhein-Neckar Löwen 29:24. Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen en hann gengur til liðs við Göppingen í sumar.

Viggó Kristjánsson
Viggó Kristjánsson AFP/Ina Fassbender

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson voru fjarri góðu gamni í liði Melsungen sem gerði jafntefli við Kiel.

Janus Daði Smárason kvaddi meistara Magdeburg með sjö mörkum, Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú en Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Magdeburg í 37:34 sigri á Wetzlar. Janus Daði söðlar um í sumar og heldur til Ungverjalands þar sem hann hefur skrifað undir samning við Pick Szeged.

Bergischer 30:40 Flensburg

Gummersbach 33:32 Göppingen

Hannover-Burgdorf 27:23 Erlangen

Balingen 37:30 Hamburg

Leipzig 29:24 Rhein-Neckar Löwen

Melsungen 23:23 Kiel

Magdeburg 37:34 Wetzlar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert