Handknattleikskonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir er gengin til liðs við Hauka frá Þór/KA.
Rut skrifar undir tveggja ára samning við Hauka en hún hefur síðustu fjögur ár spilað með Akureyrarliðinu. Þá var hún í fæðingarorlofi á síðustu leiktíð.
Rut á langan feril í atvinnumennsku en hún lék í 12 ár í Danmörku og vann Evrópukeppni félagsliða með Holstebro árið 2013. Þá varð hún danskur meistari með Esbjerg árin 2019 og 2020.
Rut á að baki 113 landsleiki þar sem hún hefur skorað 243 mörk. Hún er mikill happafengur fyrir Haukaliðið sem tapaði fyrir Val, 3:0, í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í vor.