Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er orðaður við pólska félagið Wisla Plock, þaðan sem hann er sagður fara til stórliðs Barcelona.
Pólska sjónvarpsstöðin TVP Sport greinir frá því að Viktor Gísli, sem leikur með Nantes í Frakklandi, gangi til liðs við Plock nú í sumar.
Þaðan muni Viktor Gísli svo ganga til liðs við Barcelona sumarið 2025.
Norski markvörðurinn Torbjörn Bergerud, leikmaður Íslendingaliðs og Noregsmeistara Kolstad, mun þá ganga til liðs við Plock sumarið 2025.