Viktor til Póllands og svo Barcelona?

Viktor Gísli Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu.
Viktor Gísli Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. AFP/Ina Fassbender

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er orðaður við pólska félagið Wisla Plock, þaðan sem hann er sagður fara til stórliðs Barcelona.

Pólska sjónvarpsstöðin TVP Sport greinir frá því að Viktor Gísli, sem leikur með Nantes í Frakklandi, gangi til liðs við Plock nú í sumar.

Þaðan muni Viktor Gísli svo ganga til liðs við Barcelona sumarið 2025.

Norski markvörðurinn Torbjörn Bergerud, leikmaður Íslendingaliðs og Noregsmeistara Kolstad, mun þá ganga til liðs við Plock sumarið 2025.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert