„Hann fór í megrun!“

Aron Pálmarsson lyftir Íslandsmeistarabikarnum í Mosfellsbæ lok maímánaðar.
Aron Pálmarsson lyftir Íslandsmeistarabikarnum í Mosfellsbæ lok maímánaðar. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Hann fór í megrun!“ sagði íþróttafréttamaðurinn fyrrverandi Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, í Fyrsta sætinu.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson snéri heim úr atvinnumennsku á síðasta ári og gekk til liðs við uppeldisfélag sitt FH en hann var í lykilhlutverki hjá liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 13 ár á dögunum eftir 3:1-sigur gegn Aftureldingu í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik.

Algjörlega frábær

Guðjón hafði áhyggjur af líkamlegu standi landsliðsfyrirliðans þegar hann kom heim frá Aalaborg og talaði um það í Fyrsta sætinu að landsliðsfyrirliðinn þyrfti að fara í megrun ef hann ætlaði að finna sitt besta form.

„Hann létti sig um einhver tíu kíló og mér fannst hann algjörlega frábær í vetur, bæði með FH og landsliðinu,“ sagði Guðjón.

„Hann bar þetta FH-lið uppi og án hans hefði þetta verið erfitt. Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta einn en að mínu mati á hann þennan Íslandsmeistaratitil skudlaust.

Hann var fenginn hingað heim til þess að sækja Íslandsmeistaratitilinn og honum tókst það,“ sagði Guðjón meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert