Ætlum að vinna 30 af 30, ekki 29

Markvörðurinn Hafdís Renötudóttir átti drauma fyrsta tímabil á Hlíðarenda.
Markvörðurinn Hafdís Renötudóttir átti drauma fyrsta tímabil á Hlíðarenda. Kristinn Magnússon

Hafdís Renötudóttir var valin besti markvörður Íslandsmótsins í handbolta á lokahófi HSÍ í Skútuvogi í dag.

Hafís varði mark Íslands- deildar og bikarmeistari Vals sem unnu alla leiki nema einn í deildinni á síðustu leiktíð.

Hafdís var þakklát fyrir tilnefninguna þegar mbl.is ræddi við hana í dag.

„Þetta er virkilega góður endir á fáránlega góðu tímabili hjá okkur. Ég sit hér stolt og að uppskera. Ég er mjög þakklát fyrir að vera hluti af góðu liði. 

Það sem situr mest eftir er það sem Elín Rósa [Magnúsdóttir] sagði. „Þú getur verið með fullt að góðum leikmönnum en það þýðir ekki að liðið spili vel.“

Það einkennir okkur, við náðum að spila svo vel saman með mörgum góðum leikmönnum.“

Til að ná svona árangri

Hafdís sem er landsliðsmarkvörður kom til Vals frá uppeldisfélaginu Fram fyrir síðasta tímabil.  

„Ég kem í Val til að ná árangri sem þessum. Það er númer eitt. Svo eru hrikalega góðar æfingar hér á Hlíðarenda og hátt tempó og sérstaklega fyrir mig í markinu. Ég er mjög sátt við og þakklát fyrir að hafa góða markmannsþjálfara.“

Getið þið toppað þetta tímabil? 

„Já, við ætlum að vinna þennan eina leik sem við töpuðum. Vonandi verður það 30 af 30 og ekki 29 af 30,“ bætti Hafdís við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert