Föluðust ekki eftir Fálkaorðunni á Bessastöðum

„Það var fyrst og fremst gaman að koma þarna og hitta Guðna Th. Jóhannesson,“ sagði handknattleiksmaðurinn og Evrópubikarmeistarinn Alexander Örn Júlíusson í léttum tón í Dagmálum.

Alexander, sem er  ára 29 gamall, varð Evrópubikarmeistari með Val á dögunum eftir afar dramatískan sigur gegn Olympiacos í vítakeppni í Aþenu.

Mikill heiður

Valsliðið fékk heimboð á Bessastaði fljótlega eftir komuna til landsins og þá heiðraði Reykjavíkurborg einnig Valsliðið í Höfða.

Ég var mættur til þess að fá Fálkaorðu, þvílík vonbrigði,“ sagði Alexander í léttum tón þegar hann var spurður að því hvort þeir hafi ekki falast eftir Fálkaorðunni þegar þeir heimsóttu Bessastaði.

„Það var virkilega gaman að skoða Bessastaði með öllu stjórnarfólkinu og þetta var mikill heiður,“ sagði Alexander meðal annars.

Viðtalið við þá Alexander og Vigni í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert