Landsliðskonan framlengir

Katla María Magnúsdóttir framlengt samning sinn við Selfoss um tvö …
Katla María Magnúsdóttir framlengt samning sinn við Selfoss um tvö ár. Ljómsynd/Selfoss

Handboltakonan Katla María Magnúsdóttir framlengdi samning sinn við uppeldisfélagið Selfoss um tvö ár.

Katla María er einn af lykilleikmönnum liðsins en það kom nokkrum á óvart að hún skipti ekki um félag þegar Selfoss féll úr úrvalsdeildinni árið 2023 en hún var með liðinu í 1. deild á síðasta tímabili og var valinn leikmaður ársins í deildinni.

Að spila ekki í efstu deild stoppaði hana ekki frá því að vera valin í íslenska landsliðshópinn sem fór á HM nóvember 2023.

„Það gleður okkur að þessi öflugi leikmaður og glæsilega fyrirmynd ætli að taka þátt í áframhaldandi uppsveiflu kvennahandboltans á Selfossi,“ stóð í tilkynningu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert