Verður áfram á Seltjarnarnesi

Elvar Otri Hjálmarsson með boltann í leik með Gróttu á …
Elvar Otri Hjálmarsson með boltann í leik með Gróttu á síðasta tímabili. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleiksmaðurinn Elvar Otri Hjálmarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Gróttu sem gildir til næstu tveggja ára.

Elvar Otri er 23 ára gamall og leikur sem leikstjórnandi og skytta auk þess að vera sterkur varnarmaður.

Hann kom til Gróttu frá Fjölni fyrir tveimur árum síðan.

„Það eru frábært tíðindi að Elvar verði áfram í Gróttu enda mikilvægur hlekkur í liðinu.

Það verður gaman að sjá hann og Gróttuliðið taka næsta skref á næsta leiktímabili,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert