Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, hefur samið við pólska félagið Wisla Plock um að leika með liðinu á næsta tímabili.
Í tilkynningu á heimasíðu Wisla Plock segir að Viktor Gísli hafi skrifað undir eins árs samning.
Kemur hann frá Nantes, þar sem Viktor Gísli lék undanfarin tvö tímabil. Nantes tilkynnti um brottför hans í morgun og þakkaði markverðinum knáa fyrir samstarfið.
Wisla Plock er ríkjandi pólskur meistari.