Erlingur Richardsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari austurríska handknattleiksfélagsins Mödling.
Erlingur fær það verkefni að vinna náið með þjálfurum og leikmönnum félagsins með það fyrir augum að koma þeim á næsta stig.
Hann mun áfram vera búsettur í Vestmannaeyjum en mun ferðast til Austurríkis í nokkrum lotum og eyða samtals 80-100 dögum þar í landi á næsta tímabili.
Erlingur var síðast landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu en lét af störfum í febrúar síðastliðnum.
Félagið var stofnað árið 2018 og heldur úti öflugu yngri flokka starfi.