Stuðningsmenn íslensku handboltalandsliðana þurfa ekki að örvænta þar sem Icelandair ætlar að ferja fólk á HM kvenna sem fram fer í nóvember, sem og á HM karla sem fram fer í janúar á næsta ári.
Evrópumótið kvennamegin fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss, 28. nóvember til 15. desember, þar sem Ísland leikur í F-riðlinum ásamt Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu en riðillinn verður leikinn í Innsbruck í Austurríki.
Heimsmeistaramótið karlamegin Króatíu, Danmörku og Noregi, 14. janúar til 2. febrúar, en Ísland leikur í G-riðlinum ásamt Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum en riðillinn verður leikinn í Zagreb í Króatíu.
Icelandair býður upp á pakkaferðir á bæði mótin fyrir stuðningsmenn Íslands en á Evrópumótinu gefst fólki kostur á að fara á alla þrjá leikina í riðlakeppnina eða fyrstu tvo leikina. Karlamegin stendur Íslendingum til boða að fara á alla þrjá leiki Íslands í milliriðlinum í Zagreb, eða að fara á leik tvö og þrjú í milliriðlinum.
„Við finnum það á þeim, sem hafa haft samband, að það er mikill áhugi á milliriðlinum karlamegin en ef eftirspurnin er mikil munum við að sjálfsögðu skoða það að bæta við vélum eða ferðum á aðra leiki íslensku liðanna,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is.
„Fyrir fólk sem vill kaupa eingöngu flug þá erum við í góðu samstarfi við flugfélög sem fljúga til Zagreb í tengiflugi á einum flugmiða.“ bætti Guðni við í samtali við mbl.is en til þess að kynna sér betur pakkaferðir Icelandair á mótin er hægt að smella hér.