Rakel Dögg og Arnar taka við Fram

Rakel Dögg Bragadóttir tekur við þjálfarastarfinu hjá Fram ásamt Arnari …
Rakel Dögg Bragadóttir tekur við þjálfarastarfinu hjá Fram ásamt Arnari Péturssyni landsliðsþjálfara. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Rakel Dögg Bragadóttir og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, verða næstu þjálfarar kvennaliðs Fram.

RÚV greinir frá því að samkomulag sé í höfn og þau muni að öllum líkindum skrifa undir samninga við Fram síðar í dag.

Rakel Dögg hefur verið aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram undanfarin tvö ár. Arnar hefur þjálfað kvennalandsliðið frá sumrinu 2019 og hefur ekki sinnt félagsliðaþjálfun síðan vorið 2018 er hann gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeisturum.

Mun Arnar halda áfram sem landsliðsþjálfari samhliða starfi sínu hjá Fram.

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari.
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert