Tugmilljóna tap hjá HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið komst á HM 2023.
Íslenska kvennalandsliðið komst á HM 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleikssamband Íslands tapaði rúmlega 85 milljónum króna árið 2023 en þetta kom fram á 67. ársþingi sambandsins sem haldið var Laugardalshöll í dag.

HSÍ tapaði samtals 85 milljónum og 585 þúsund króna en HSÍ fór tæpum 132 milljónum fram úr kostnaðaráætlun.

Afreksstarfið er dýrt og lítill stuðningur fæst frá ríkisvaldinu svo mögulega þarf að draga úr afreksstarfi hjá öllum landsliðum ef ekki kemur til aukið framlag frá ríkissjóði og afrekssjóði ÍSÍ.

Kvennalandsliðið komst frekar óvænt inn á HM en sambandið fékk ekki aukinn styrk.

„Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna,“ segir í tilkynningu frá HSÍ í þinglok.

„Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins,“ stóð einnig í tilkynningunni.

Hrósað var Handboltapassanum en beinar útsendingar í opinni dagskrá hafa aldrei verið fleiri og sem dæmi voru um 25.000 tæki/heimili að horfa á leik í undanúrslitum í vor. Þrátt fyrir gott gengi undir lokinn byrjaði þetta erfiðlega og áskriftarsalan hófst ekki fyrr en í desember sem olli fjárhagslegu tjóni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert