Áttar þig á því undir lok ferilsins

„Þetta hefur verið töluverður fórnarkostnaður,“ sagði handknattleiksmaðurinn og Evrópubikarmeistarinn Vignir Stefánsson í Dagmálum.

Vignir, sem er 33 ára gamall, varð Evrópubikarmeistari með Val á dögunum eftir afar dramatískan sigur gegn Olympiacos í vítakeppni í Aþenu.

Þannig hefur það alltaf verið

Vignir lagði skóna á hilluna eftir síðari leikinn gegn Olympiacos, líkt og liðsfélagi hans Alexander Örn Júlíusson.

„Þegar það fer að líða undir lok ferilsins áttar maður sig á því hversu mikill tími hefur farið í þetta,“ sagði Vignir.

„Maður stendur í mikilli þakkarskuld við alla þá sem standa manni næst og auðvitað konuna sína. Að því sögðu þá hefur bæði fjölskyldan og krakkarnir mjög gaman að þessu og þannig hefur það alltaf verið,“ sagði Vignir meðal annars.

Viðtalið við þá Alexander og Vigni í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert