Arnar fékk leyfi til að þjálfa Fram

Rakel Dögg Bragadóttir og Arnar Pétursson eru tekin við sem …
Rakel Dögg Bragadóttir og Arnar Pétursson eru tekin við sem þjálfarar kvennaliðs Fram. Ljósmynd/fram.is

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, tók við starfi aðstoðarþjálfara kvennaliðs Fram á dögunum. Formaður HSÍ segir það ekki hafa verið sjálfsagt mál að heimila Arnari að taka við starfinu.

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði í viðtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV að HSÍ hafi heimilað Arnari að taka við starfinu eftir samtal milli aðilanna. Rakel Dögg Bragadóttir verður aðalþjálfari Fram.

„Nei í sjálfu sér var það ekki auðsótt, við fórum yfir það með honum hvað væri skynsamlegast í því. Hann er að ráða sig sem aðstoðarþjálfara sem við gerum stóran greinarmun á og á endanum féllumst við á þá beiðni“.

Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir leika fyrir Fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert