Fredericia beint í annan styrkleikaflokk

Guðmundur Guðmundsson þjálfar Fredericia sem endaði í öðru sæti í …
Guðmundur Guðmundsson þjálfar Fredericia sem endaði í öðru sæti í Danmörku og fékk sæti í Meistaradeildinni. Ljósmynd/Fredericia

Fredericia, lið Guðmundar Þ. Guðmundssonar, verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Meistaradeild karla í handknattleik á fimmtudaginn.

Það er óvænt því Fredericia var síðasta liðið sem fékk sæti í sextán liða riðlakeppni Meistaradeildarinnar og var úthlutað svokölluðu boðssæti.

Með liðinu leika Einar Þorsteinn Ólafsson og Arnór Viðarsson, en Arnór kemur til liðsins frá ÍBV í sumar.

Tólf íslenskir handboltamenn leika með átta af sextán liðum í Meistaradeildinni. 

Styrkleikaflokkarnir eru þrír og eru þannig skipaðir:

1. flokkur:
Barcelona, Spáni
Magdeburg, Þýskalandi (Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson)
Wisla Plock, Póllandi (Viktor Gísli Hallgrímsson)
Aalborg, Danmörku
Veszprém, Ungverjalandi (Bjarki Már Elísson)
París SG, Frakklandi

2. flokkur:
Füchse Berlín, Þýskalandi
Kielce, Póllandi (Haukur Þrastarson)
Fredericia, Danmörku (Einar Þ. Ólafsson, Arnór Viðarsson, Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari)
Pick Szeged, Ungverjalandi (Janus Daði Smárason)
Nantes, Frakklandi

3. flokkur:
Dinamo Búkarest, Rúmeníu
HC Zagreb, Króatíu
Sporting Lissabon, Portúgal (Orri Freyr Þorkelsson)
Kolstad, Noregi (Sigvaldi B. Guðjónsson, Benedikt Gunnar Óskarsson, Sveinn Jóhannsson)
Pelister, Norður-Makedóníu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert