Fyrsta tap Íslands sem mætir Ungverjalandi

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 8 mörk í dag.
Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 8 mörk í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska landsliðið í handknattleik skipað stúlkum  20 ára og yngri tapaði í dag í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Norður-Makedóníu þegar það beið lægri hlut fyrir Portúgal, 26:25.

Þetta var úrslitaleikur um sigur í milliriðlinum en Portúgal fékk þar með 5 stig og Ísland 4 og bæði liðin fara í átta liða úrslitin sem leikin eru á fimmtudaginn.

Þar leikur Ísland gegn Ungverjalandi og Portúgal mætir Danmörku.

Leikurinn var í járnum allan tímann. Portúgal var yfir í hálfleik  og á lokakaflanum komst Ísland í 21:19 og Portúgal síðan í 24:22. Ísland jafnaði í 24:24 en þær portúgölsku voru sterkari í lokin.

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 8 mörk, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Alfa Brá Oddsdóttir hagalín 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1 og Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert