Vilja framlengja við Íslendinginn

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig.
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig. Ljósmynd/HBL

Mikill áhugi ríkir innan herbúða þýska handknattleiksfélagsins Leipzig um að framlengja samning Rúnars Sigtryggssonar, þjálfara karlaliðsins.

Samningur Rúnars rennur út að loknu næsta tímabili, sumarið 2025, en segir Karsten Günther, framkvæmdastjóri Leipzig, í samtali við þýska miðilinn Bild að viðræður hafi átt sér stað.

Mikil ánægja ríkir með störf Rúnars, sem hefur lyft liðinu á hærra plan síðan hann tók við stjórnartaumunum í nóvember árið 2022. Liðið var í mikilli fallbaráttu þegar Rúnar tók við en hafnaði að lokum í 11. sæti í þýsku 1. deildinni vorið 2023 og svo í áttunda sæti á nýafstöðnu tímabili.

Að sögn Günthers munu viðræður halda áfram þegar sumarleyfum lýkur þó hann árétti að félagið muni ekki fara að sér að neinu óðslega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert