Tekur slaginn í næstefstu deild

Susan Gamboa fagnar vel og innilega í leik með Aftureldingu …
Susan Gamboa fagnar vel og innilega í leik með Aftureldingu á síðasta tímabili. mbl.is/Eyþór Árnason

Handknattleikskonan Susan Gamboa hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Aftureldingu og leikur því með liðinu í 1. deild á næsta tímabili.

Gamboa er frá Venesúela og hefur leikið með Aftureldingu í að verða fimm ár.

Afturelding féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með því að tapa í oddaleik fyrir Gróttu í umspili um sætið.

„Susan kom til félagsins fyrir tæpum fimm árum og hefur vaxið mikið á þeim tíma, auk þess að sýna mikinn karakter innan vallar sem utan. Hún er alhliða leikmaður og getur spilað nær allar stöður á vellinum en er sérstaklega öflugur varnarmaður.

Þá hefur hún hlotið nokkrar viðurkenningar síðustu ár og nú í vor var hún valin mikilvægasti leikmaður meistaraflokks kvenna. Tryggð Susan við félagið er okkur afar mikilvæg fyrir baráttuna framundan,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá handknattleiksdeild Aftureldingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert