Wolff til Kiel

Andreas Wolff og Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands.
Andreas Wolff og Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands. AFP/Ina Fassbender

Andreas Wolff, markvörður Kielce í Póllandi og þýska landsliðsins í handknattleik, er sagður á förum til heimalandsins á nýjan leik. Kiel er sagt muni greiða pólska liðinu 90 milljónir króna fyrir markvörðinn.

Þýski miðillinn NDR greinir frá því að samkomulag á milli félaganna sé í höfn en Kiel er stórhuga fyrir næsta tímabil eftir að hafa einungis náð fjórða sæti í þýsku 1. deildinni á tímabilinu. Wolff er 33 ára gamall og lék fyrir Kiel í þrjú ár áður en hann fór til Kielce þar sem hann leikur með landsliðsmanninum Hauki Þrastarsyni.

Aron Pálmarsson fékk símtal frá Kiel um daginn eins og greint var frá á mbl.is á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert