Afturelding nælir í línumann

Áróra Eir ásamt Jóni Brynjari Björnssyni þjálfara og Davíð Svanssyni, …
Áróra Eir ásamt Jóni Brynjari Björnssyni þjálfara og Davíð Svanssyni, formanni meistaraflokksráðs kvenna. Ljósmynd/Afturelding handbolti

Línumaðurinn Áróra Eir Pálsdóttir er gengin til liðs við handknattleikslið Aftureldingar frá Víkingi. Áróra Eir snýr aftur til uppeldisfélagsins.

Á dögunum skrifaði Susan Barinas Gamboa undir nýjan samning við félagið en Afturelding féll úr úrvalsdeild kvenna á liðnu tímabili eftir tap gegn Gróttu í umspili um sæti í efstu deild.

Áróra hefur auk Víkings leikið með Haukum en hún var valin besti varnarmaður Víkings á síðasta tímabili.

Susan Gamboa verður áfram í Mosfellsbænum.
Susan Gamboa verður áfram í Mosfellsbænum. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert