Báðir Íslandsmeistararnir byrja á heimavelli

Aron Pálmarsson fyrirliði FH lyftir Íslandsbikarnum í vor. Titilvörnin hefst …
Aron Pálmarsson fyrirliði FH lyftir Íslandsbikarnum í vor. Titilvörnin hefst gegn Fram. mbl.is/Arnþór Birkisson

Íslandsmeistarar karla og kvenna í handknattleik hefja báðir titilvörnina á heimavelli í haust þegar keppni í úrvalsdeildunum fer af stað.

Samkvæmt drögum að mótunum sem HSÍ birti í dag hefst keppni í úrvalsdeild karla fimmtudaginn 5. september og úrvalsdeild kvenna laugardaginn 7. september.

Íslandsmeistarar FH í karlaflokki byrja á heimaleik gegn Fram og Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki eiga heimaleik gegn ÍR í fyrstu umferðinni.

Fyrstu leikirnir í úrvalsdeild karla, sem settir eru á 5. september, eru þessir:

Haukar - Afturelding
Grótta - KA
Fjölnir - ÍR
Stjarnan - HK
FH - Fram
ÍBV - Valur

Fyrstu leikirnir í úrvalsdeild kvenna, settir á 7. september, eru þessir:

Grótta - ÍBV
Valur - ÍR
Haukar - Selfoss
Fram - Stjarnan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert