Ísland vann Sviss í lokaleik HM

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Ísland í dag.
Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Ísland í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landslið Íslands skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri lagði Sviss í leik um sjöunda sætið á heimsmeistaramóti U20 ára í handbolta í Skopje í morgun. 

Ísland var yfir, 14:12, í hálfleik og hafði að lokum betur eftir æsispennandi síðari hálfleik. 29:26 voru lokatölur en handbolti.is var með textalýsingu frá Skopje.

Inga Dís Jóhannsdóttir var markahæst Íslendinga með sjö mörk, Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fimm og Elísa Elíasdóttir fjögur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert