Hanna Guðrún í þjálfun

Hanna Guðrún Stefánsdóttir skorar úr hægra horninu
Hanna Guðrún Stefánsdóttir skorar úr hægra horninu mbl.is/Óttar Geirsson

Hanna Guðrún Stefánsdóttir verður aðstoðarþjálfari Patreks Jóhannessonar hjá kvennaliði Stjörnunnar í úrvalsdeildinni í handbolta samkvæmt fréttatilkynningu úr Garðabænum. 

Hanna Guðrún átti afar langan og farsælan feril sem leikmaður en hún spilaði í heil 28 ár í meistaraflokki, lengst af með Stjörnunni, auk þess að vera þrautreynd landsliðskona. Hanna Guðrún er handhafi gullmerkis HSÍ fyrir framúrskarandi feril. 

,,Hanna Guðrún Stefánsdóttir var efst á lista hjá mér varðandi þann aðila sem ég vildi fá með mér sem aðstoðarþjálfara. Hún er sigurvegari og hlakka ég mikið til að fá að vinna með henni. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að vinna vel saman,” sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert