Ísak til Drammen

Skarphéðinn Ívar Einarsson og Ísak Steinsson.
Skarphéðinn Ívar Einarsson og Ísak Steinsson. Ljósmynd/HSÍ

Ísak Steinsson, markvörður U20 ára landsliðs Íslands í handbolta, hefur undirritað þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Drammen. Ísak verður annar af tveimur markvörðum liðsins.

Ísak hefur búið í Noregi meirihluta ævi sinnar en valdi að spila fyrir Íslands hönd í yngri landsliðunum. Ísak lék áður fyrir ROS í 1. deildinni en félagið er í nánu samstarfi við Drammen og hefur Ísak margoft hlaupið í skarðið þegar vantar markmann á æfingar eða leiki hjá Drammen.

Drammen endaði í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar á liðnu keppnistímabili en Kristian Kjelling, fyrrverandi stórskytta norska landsliðsins, þjálfar liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert