Samdi til tveggja ára

Gunnar Hrafn Pálsson.
Gunnar Hrafn Pálsson. Ljósmynd/Grótta

Gunnar Hrafn Pálsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið Gróttu um að leika með karlaliðinu.

Gunnar Hrafn er 22 ára gamall og leikur í stöðu leikstjórnanda og skyttu. Hann dró fram handboltaskóna að nýju síðastliðið haust eftir að hafa lagt þá tímabundið á hilluna og lék aðallega með ungmennaliði Gróttu.

Þar skoraði hann 116 mörk í tólf leikjum í 2. deildinni, sem gera tæplega tíu mörk að meðaltali í leik.

„Það eru mikil gleðitíðindi að Gunnar Hrafn klæðist áfram Gróttubúningnum. Það eru miklar vonir bundnar við hann enda hæfileikaríkur leikmaður,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert