Endurheimta einn þann besta

Andreas Wolff, markmaður þýska landsliðsins í handbolta, og Alfreð Gíslason, …
Andreas Wolff, markmaður þýska landsliðsins í handbolta, og Alfreð Gíslason, þjálfari þess, fagna í leik gegn Íslandi á EM 2024 í janúar. AFP/Ina Fassbender

Þýska handknattleiksfélagið Kiel hefur komist að samkomulagi við pólska félagið Kielce um að markvörðurinn Andreas Wolff skipti til Kiel.

Wolff er markvörður þýska landsliðsins, þar sem Alfreð Gíslason er þjálfari, og er talinn einn sá besti í heiminum í sinni stöðu.

Hann var samningsbundinn Kielce, sem Haukur Þrastarson leikur með, til loka tímabilsins 2027-’28 en Kiel keypti upp samning Wolffs og samdi einnig við hann til sumarsins 2028.

Wolff er 33 ára gamall og hafði leikið með Kielce frá árinu 2019. Áður lék hann með Kiel frá 2016 til 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert