Sprakk úr hlátri þegar hún ræddi samskiptin við þjálfarann

„Símtölin frá honum byrja oftast á jæja, hvað segir gamla?“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

Anna, sem er 39 ára gömul, varð Íslandsmeistari í áttunda sinn á ferlinum með Val á dögunum þegar liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitum Íslandsmótsins, 3:0.

Lætur alltaf til leiðast

Anna hefur unnið náið með handknattleiksþjálfararanum Ágústi Jóhannssyni í gegnum tíðina en hann býr yfir miklum sannfæringarkrafti og hefur þjálfaranum tekist að fá Önnu til þess að taka skóna af hillunni nokkrum sinnum.

„Við þurfum að fá smá hjálp og ég trúi því að þú getir þetta alveg segir hann alltaf við mig,“ sagði Anna.

„Þú stendur upp með hendurnar og svo bullar hann bara og bullar þangað til ég læt til leiðast og segist geta hjálpað. Venjulega stend ég mjög föst á mínu en þarna læt ég alltaf undan.

Það er ekkert skynsemisdæmi í gangi þegar kemur að þessu,“ sagði Anna meðal annars.

Viðtalið við Önnu Úrsúlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Ágúst Jóhannsson.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Ágúst Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert