Tap eftir sigurinn stóra

Þórir Hergeirsson stýrir stórgóðu liði Noregs.
Þórir Hergeirsson stýrir stórgóðu liði Noregs. Ljósmynd/Jon Forberg

Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tapaði fyrir Frakklandi, 25:19, í seinni vináttulandsleik þjóðanna í Frakklandi í dag. 

Noregur vann fyrri leikinn fyrir tveimur dögum, 34:22, en Frakklandi sigraði Noreg í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fyrra. 

Frakkland var yfir með einu marki í hálfleik, 13:12, en í seinni hálfleik var franska liðið mun sterkara og jók forskot sitt. 

Bæði lið undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana sem hefjast seint í þessum mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert