FH fer beint í riðlakeppni – Valur í undankeppni

FH að fagna Íslandsmeistaratitlinum.
FH að fagna Íslandsmeistaratitlinum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Íslandsmeistarar FH í handbolta sleppa við fyrstu umferð í undankeppni og fá sæti í riðlakeppni Evrópudeildar karla.

Evrópubikarmeistararnir í Val þurfa að taka þátt í undankeppni ásamt 17 öðrum liðum en þeir leikir fara fram 31. ágúst og 1. september og  7. og 8. september.

Dregið verður í undankeppnina þriðjudaginn 16. júlí en dregið verður í riðlakeppnina föstudaginn 19. júlí.

Valur verður í efri flokki þegar dregið verður með Melsungen, Braga, Bjerringbro-Silkeborg, Kriens-Luzern, Granollers, Ystad, Trimo Trebnje og Gummersbach.

Mögulegir mótherjar Vals úr neðri flokknum eru Maritimo da Madeira, Amicitia Zürich, Kristianstad, Limoges, Mors-Thy, Ademar Leon, Bjelin Spacva Vinkovci, Ferencváros og  Elverum.

Níu lið komast áfram í riðlakeppnina.

Ásamt FH fara 21 lið beint í riðlakeppnina en það eru: Flensburg-Handewitt, Porto, Montpellier, Nexe, GOG, Kadetten Schaffhausen, Bidasoa Irun, Sävehof, Gornik Zabrze, CSM Constanta, Gorenje Velenje, Vardar Skopje, Tatabánya, Tatran Presov, Kiel, Benfica, Toulouse, Sesvete, Torrelavega, Chrobry Glogow og Vojvodina.

FH verður í næstefsta styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðlakeppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert