Möguleiki á Íslendingaslag í Evrópubikarnum

Valskonur að fagna Íslandsmeistaratitlinum í maí.
Valskonur að fagna Íslandsmeistaratitlinum í maí. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar og Valur verða í sitthvorum styrkleikaflokknum þegar dregið verður í 64 liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.

Dregið verður 16. júlí en fyrri leikurinn í einvíginu verður spilaður helgina 5. og 6. október og seinni 12. og 13. október.

Valur verður í efri styrkleikaflokki og Haukar í neðri svo það gæti gerst að það verði Íslendingaslagur í fyrstu umferð.

Liðin mættust í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili sem Valur vann 3:0 en Haukar eru eina liðið sem Valur tapaði fyrir á tímabillinu í deild og bikar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert