Haukur sagður færa sig um set

Haukur Þrastarson.
Haukur Þrastarson. AFP/Ina Fassbender

Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handknattleik, er á leiðinni frá Kielce í Póllandi og til rúmenska liðsins Dinamo Búkarest. 

Miðilinn HandballBase greinir frá en samkvæmt honum hefur Haukur verið efstur á blaði hjá félaginu í þó nokkurn tíma. 

Haukur gekk til liðs við Kielce árið 2020 og samdi til þriggja ára. Samningur hans var síðan framlengdur til ársins 2025 en nú er hann sagður á förum.

Landsliðsmaðurinn hefur verið óheppinn á tíma sínum hjá Kielce og meðal annars slitið krossband í tvígang. Hann kom vel inn í íslenska landsliðið á Evrópumótinu í janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert