Þorsteinn mættur til Porto

Þorsteinn Leó Gunnarsson í leik með Aftureldingu.
Þorsteinn Leó Gunnarsson í leik með Aftureldingu. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslenski handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson var tilkynntur á samfélagsmiðlum Porto í gær. 

Þorsteinn samdi við Porto síðasta vetur og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann kemur frá Aftureldingu en hann var í lykilhlutverki liðsins sem komst í úrslitaeinvígið gegn FH á síðustu leiktíð.  

Nú eru þrír íslendingar sem leika í Portúgal en Stiven Tobar Valencia spilar með Benfica og Orri Freyr Þorkelsson með Sporting Lissabon sem varð meistari í ár.  

Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna sem Porto birti á Instagram reikning sínum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert