Öflug skytta í Fram

Hildur Lilja Jónsdóttir í leik með Aftureldingu.
Hildur Lilja Jónsdóttir í leik með Aftureldingu. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

Hildur Lilja Jónsdóttir er gengin til liðs við Fram í úrvalsdeild kvenna í handbolta. Hún skrifar undir þriggja ára samning hjá félaginu.  

Hildur Lilja kemur frá Aftureldingu en hún skoraði 100 mörk og var markahæst í liði Aftureldingu á síðustu leiktíð. Hún er örvent skytta og  var hluti af sterku U20 ára landsliði Íslands á HM í sumar þegar liðið endaði í sjöunda sæti.  

„Hildur Lilja er ungur og efnilegur leikmaður sem verður gaman að vinna með í vetur. Hún er öflug skytta með góðan leikskilning auk þess að vera gríðarlega metnaðarfull og dugleg,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram.  

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert