Stórkostlegt augnablik íslensku strákana (myndskeið)

Skarphéðinn Ívar Einarsson og Ísak Steinsson.
Skarphéðinn Ívar Einarsson og Ísak Steinsson. Ljósmynd/HSÍ

Markvörðurinn Ísak Steinsson varði víti eftir að leiktíminn rann út til að tryggja Íslandi jafntefli gegn Portúgal, 33:33, í úrslitakeppni átta liða um Evrópumeistaratitil karla 20 ára og yngri í handknattleik í Celje í Slóveníu í dag. 

Skarp­héðinn Ívar Ein­ars­son jafnaði þegar metin í 33:33 þegar að sex sek­únd­ur voru til leiks­loka.

Portú­gal­ar kræktu sér hins veg­ar í ví­tak­ast á síðustu sek­úndu leiks­ins og  gátu tryggt sér sig­ur­inn en Ísak Steins­son í marki Íslands gerði sér lítið fyr­ir og varði frá Cor­reia Fer­reira og tryggði Íslandi dýr­mætt stig.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af augnablikinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert