Yrði mikið áfall fyrir Þóri

Þórir Hergeirsson
Þórir Hergeirsson AFP/Jonathan Nackstrand

Henny Reistad, ein besta handknattleikskona heims, er að glíma við ökklameiðsli þegar aðeins tíu dagar eru í fyrsta leik norska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Frakklandi.

Reistad, sem var valin besta handknattleikskona heims á síðasta ári, meiddist í vináttuleik gegn Frakklandi í gær og var í spelku eftir leik.

Hún spilar ekki vináttuleiki gegn Danmörku í vikunni í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana og er hún tæp fyrir fyrstu leiki Noregs á leikunum í París.

Yrði um mikið áfall fyrir norska liðið að ræða ef hún missir af leikjum á Ólympíuleikunum, en Þórir Hergeirsson hefur þjálfað liðið með gríðarlega góðum árangri undanfarin 15 ár.

Noregur er í A-riðli Ólympíuleikanna ásamt Danmörku, Þýskalandi, Suður-Kóreu, Slóveníu og Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert