Íslenskur markvörður semur við ísraelskt lið

Sveinbjörn Pétursson í leik með Stjörnunni fyrir nokkrum árum.
Sveinbjörn Pétursson í leik með Stjörnunni fyrir nokkrum árum. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Handboltamarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson hefur skrifað undir eins árs samning við ísraelska handboltafélagið Ashdod. 

Akureyri.net greinir frá en Sveinbjörn, sem er 35 ára, er uppalinn á Akureyri og hóf ferilinn með Þór. 

Þá hefur hann leikið með Akureyri, sameiginlegu liði Þórs og KA, sem og HK og Stjörnunni á Íslandi. 

Sveinbjörn lék í átta ár með liðinu Aue í þýsku 2. deildinni. Hann lék þar fyrst á árunum 2012 til 2016 og aftur síðustu fjögur ár. 

Ashdod er stærsta hafnarborg Ísrael. Hún er rúmlega 30 kílómetrum sunnan við Tel Aviv og tæpum 50 kílómetrum norðan við Gasaströndina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert