Landsliðsmaður til Ísafjarðar

Admilson Futtado er orðinn leikmaður Harðar.
Admilson Futtado er orðinn leikmaður Harðar. Ljósmynd/Hörður

Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði hefur gengið frá samningi við Admilson Futtado, landsliðsmann Grænhöfðaeyja, og mun hann leika með liðinu á komandi leiktíð.

Futtado er hægri hornamaður sem lék með landsliði þjóðar sinnar á HM í Svíþjóð og Póllandi á síðasta ári og mætti m.a. Íslandi í milliriðli.  

Herði mistókst að endurheimta sæti sitt í efstu deild á síðustu leiktíð og leikur því áfram í 1. deild á komandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert