Óvæntur skellur íslenska liðsins

Svekkjandi tap Íslands varð rauninn.
Svekkjandi tap Íslands varð rauninn. Ljósmynd/HSÍ

U20 ára landslið Íslands mátti þola óvænt tap fyrir jafnöldrum sínum frá Austurríki, 34:26, á Evrópumótinu í handknattleik í Celje í Slóveníu í dag. 

Eftir tapið er íslenska liðið í neðsta sæti af fjórum í milliriðli eitt af tveimur. Tvö efstu lið riðilsins fara áfram í undanúrslit.

Ísland gerði jafntefli gegn Portúgal, 33:33, í fyrsta leik milliriðilsins og mætir Spáni í síðasta leik hans á fimmtudaginn.

Austurríki setti tóninn snemma og var sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10. Íslenska liðið náði ekki að koma til baka í þeim seinni og tapaði að lokum með átta mörkum. 

Össur Haraldsson var markahæstur hjá Íslandi með fimm mörk en Birkir Snær Steinsson, Reynir Þór Reynisson og Eiður Rafn Valsson skoruðu fjögur hver. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert