Snúa aftur í Kópavog

Leó Snær og Andri Þór eru komnir aftur í HK.
Leó Snær og Andri Þór eru komnir aftur í HK. Ljósmynd/HK

Hornamennirnir Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason eru komnir aftur í HK í úrvalsdeild karla í handbolta.

Þeir voru báðir Íslandsmeistarar með HK árið 2012 og fóru saman til Aftureldingar árið 2023 en fyrir það var Leó hjá Stjörnunni og Andri hjá Gróttu.

Með Aftureldingu á síðasta tímabili fóru þeir alla leið í úrslitaeinvígið en töpuðu þar gegn FH.

HK-ingar hafa misst lykilleikmenn eins og Kristján Ottó Hjálms­son til Aftureldingar svo þetta er flottur liðsauki fyrir liðið sem náði að halda sér uppi á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert