Úr Kópavogi og á Nesið

Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha er orðinn leikmaður Gróttu.
Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha er orðinn leikmaður Gróttu. Ljósmynd/Grótta/Eyjólfur Garðarsson

Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha skrifaði í dag undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Hann kemur til félagsins frá HK, þar sem hann hefur verið undanfarin þrjú ár.

Hafsteinn Óli lék með öllum yngri landsliðum Íslands og var í U18 ára landsliðinu sem vann silfur á EM í Króatíu á sínum tíma.

Grótta hafnaði í níunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, einu sæti fyrir ofan HK sem hélt sæti sínu í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert