Haukamaðurinn til Danmerkur

Guðmundur Bragi Ástþórsson er farinn til Danmerkur.
Guðmundur Bragi Ástþórsson er farinn til Danmerkur. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson er farinn frá Haukum og til Bjerringbro/Silkeborg í Danmörku. 

Guðmundur, sem fagnar 22 ára afmælinu sínu í dag, gerir tveggja ára samning við danska félagið. Hann hefur verið einn besti leikmaður Hauka undanfarin tvö ár. 

Hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár, en hann getur leikið sem miðjumaður og skytta. 

Bjerringbro/Silkeborg hafnaði í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert