Síðasti heimaleikur reynsluboltans

Stine Oftedal í úrslitaleiknum gegn Frakklandi á síðasta HM
Stine Oftedal í úrslitaleiknum gegn Frakklandi á síðasta HM AFP/Jonathan Nackstrand

Stine Oftedal lék sinn síðasta heimaleik fyrir norska landsliðið í handknattleik, sem Þórir Hergeirsson stýrir. 

Noregur vann Danmörku, 26:24, í Gjövík í Noregi í gær. Liðin mætast aftur í Kaupmannahöfn á morgun en þau eru bæði að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París.

Oftedal, sem er 32 ára gömul, hefur gefið það út að hún muni hætta í handbolta eftir Ólympíuleikana. 

Nora Mörk var markahæst í liði Noregs með átta mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert