Spánverjar of sterkir og Ísland fer ekki í undanúrslit

Reynir Þór Stefánsson skoraði 11 mörk fyrir íslenska liðið.
Reynir Þór Stefánsson skoraði 11 mörk fyrir íslenska liðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska U20 ára karlalandsliðið í handknattleik mátti þola tap fyrir jafnöldrum sínum frá Spáni, 37:30, í síðasta leik liðsins í milliriðil 1 á Evrópumótinu í Celje í Slóveníu í dag. 

Ísland fer því ekki áfram í undanúrslitin en spænska liðið fer áfram ásamt Portúgal. Ísland mun keppa um 5. til 8. sætið.

Spánverjar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18:16, og juku aðeins forskot sitt í þeim seinni. 

Reynir Þór Stefánsson átti stórleik fyrir íslenska liðið og skoraði ellefu mörk. Össur Haraldsson skoraði sex og Birkir Snær Steinsson fimm. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert