FH-ingar geta mætt Guðjóni Val

Guðjón Valur Sigurðsson gæti mætt í Kaplakrika.
Guðjón Valur Sigurðsson gæti mætt í Kaplakrika. Ljósmynd/Gummersbach

FH dróst með sænska liðinu Sävehof, franska liðinu Toulouse og annaðhvort Mors-Thyy frá Danmörku eða Gummersbach frá Þýskalandi í H-riðli Evrópudeildar karla í handknattleik. 

Ef að Gummersbach vinnur Mors-Thy í undankeppni Evrópudeildarinnar þá munu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar mæta í Kaplakrikann. Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson spila þá báðir fyrir þýska liðið. 

Tryggvi Þórisson leikur með sænska liðinu Sävehof en það varð meistari á síðustu leiktíð. 

Toulouse hafnaði þá í fjórða sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. 

FH-ingar eru í sterkum riðli.
FH-ingar eru í sterkum riðli. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert