Missir af síðasta mótinu á ferlinum

Joan Canellas er þrautreyndur lykilmaður Spánverja.
Joan Canellas er þrautreyndur lykilmaður Spánverja. AFP

Spænski handknattleiksmaðurinn Joan Canellas verður ekki með Spánverjum á Ólympíuleikunum í París í sumar. 

Hann þurfti að draga sig úr hópnum í gær vegna meiðsla en mótið átti að vera hans síðasta með spænska landsliðinu. 

Canellas verður 38 ára í ár en hann hefur verið lykilmaður í spænska landsliðinu um árabil en hann missti einnig af Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert