Sigur á Noregi tryggði sjöunda sætið

Íslensku strákarnir höfnuðu í sjöunda sæti.
Íslensku strákarnir höfnuðu í sjöunda sæti. Ljósmynd/HSÍ

Ísland hafnar í sjöunda sæti Evrópumóts U20 karlaliðsins í handknattleik eftir sigur á Noregi, 32:29, í Celje í Slóveníu í dag. 

Ísland tapaði fyrir Svíþjóð á föstudaginn og Noregur tapaði fyrir Austurríki. Liðin mættust því í leik um sjöunda sætið og reyndist íslenska liðið sterkara. 

Staðan var 18:16 fyrir Íslandi í hálfleik og liðið hélt út í þeim seinni. 

Reynir Þór Stefánsson fór enn einu sinni á kostum í liði Íslands og skoraði 11 mörk. Össur Haraldsson skoraði átta og Elmar Erlingsson sex. 

Reynir Þór Stefánsson fór enn einu sinni á kostum.
Reynir Þór Stefánsson fór enn einu sinni á kostum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert