Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, mátti sætta sig við tap í sínum fyrsta leik á Ólympíuleikunum í París í kvöld.
Svíar unnu þar sætan sigur á Norðmönnum, 32:28, í lokaleik dagsins í A-riðlinum. Fyrr í dag vann Suður-Kórea sigur á Þýskalandi í hörkuleik, 23:22, og Danir sigruðu Slóvena örugglega, 27:19.
Fjögur lið af sex í riðlinum komast í átta liða úrslitin.
Í B-riðli unnu Frakkar sigur á Ungverjum í kvöld, 31:28. Brasilía fór illa með Spán, 29:18, og Holland vann Angólu, 34:31.