Sterkur sigur Alfreðs á Svíum

Alfreð Gíslason hæstánægður á varamannabekknum.
Alfreð Gíslason hæstánægður á varamannabekknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu höfðu betur gegn Svíum, 30:27, í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í París í dag. 

Þjóðverjar unnu sinn fyrsta leik í A-riðli Ólympíuleikana líkt og Króatar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, og Spánverjar. Hin lið riðilsins eru Japan og Slóvenía. 

Renars Uscins skoraði átta mörk fyrir þýska liðið og Johannes Golla skoraði fimm. 

Hjá Svíum skoraði Hampus Wanne mest eða átta mörk. Jim Gottfridsson stjarna Svía kom sér ekki á strik og skoraði aðeins eitt mark úr fjórum skotum. 

Markverðirnir tveir, Andreas Wolff hjá Þýskalandi og nafni hans Andreas Palicka hjá Svíþjóð vörðu báðir 13 skot. 

Þýska liðið mætir Japan næst en Svíar mæta Spánverjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert