Ný stjarna fædd á Ólympíuleikunum

Þjóðverjinn Renars Uscins, fremstur á myndinni, fór vægast sagt á …
Þjóðverjinn Renars Uscins, fremstur á myndinni, fór vægast sagt á kostum í dag. AFP/Dameer Al-Doumy

Þýski handboltamaðurinn Renars Uscins fór algjörlega á kostum í sigri Þjóðverja á Frakklandi, 35:34, á Ólympíuleikunum í París í dag. 

Uscins, sem er 22 ára gamall, skoraði 14 mörk fyrir þýska liðið og öll mikilvægu mörkin. Hann leikur með Hannover í heimalandinu.

Eftir þrjú vítaklúður Þjóðverja í röð steig hann tvívegis á punktinn og skoraði af öryggi.

Þá jafnaði hann metin á ótrúlegan hátt á síðustu sekúndu leiksins eftir að Dika Mem, stjarna franska liðsins, hafði tapað boltanum.

Uscins er lettneskur að uppruna og hefur spilað stórt hlutverk í þýska liðinu undanfarið ár, en aldrei hefur hann átt svona leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert